Færsluflokkur: Bloggar

Vinir í raun

Ég hef átt því láni að fagna að hafa komið til Færeyja og kynnst eðal fólki þar og þaðan og góðan vinarbæ eigum við í Færeyjum.  Það vinarþel sem þeir sýna okkur nú sem og endranær er einstakt en kannski ekki óvænt fyrir þá sem til þekkja, svo góðir vinir og frændur hafa þeir alltaf verið.  Þessi mikla aðstoð bjargar kannski ekki öllu hjá okkur en þetta virkilega telur kannski ekki síst fyrir þjóðarsálina og eflir enn frekar vináttuböndin milli frændþjóðanna. Og hver veit nema að þetta marki nýtt upphaf hjá okkur við að snúa erfiðri stöðu við því það munum okkur takast með góðri hjálp.  Þetta framlag eru miklir peningar fyrir lítið samfélag eins og  Færeyjar og stór ákvörðun fyrir litla þjóð að taka og  það er einstaklega ánægjulegt að sjá að að þessu standa allir stjórnmálaflokkar í Færeyjum.  

 Þó við séum eyland þá stöndum við ekki ein, það hafa frændur okkar í Færeyjum sýnt okkur í dag!


mbl.is Færeyingar vilja lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þetta væri almennt svona á Bretlandi og í Danmörku!

Já, það er erfitt að trúa því að þetta geti verið almennt þannig  í Bretlandi og Danmörku að við séum öll úthrópuð vegna bankahrunsins hér heima en hvað ef?  Getum við þá verið hissa á því að það skuli vera þúsundir starfsmann sem vinna við að koma í veg fyrir hryðjuverk í sínum eigin löndum eins og framkoman er gagnvart okkur, vel upplýsta þjóð?  

Ef almenningur og ríkistjórn Bretlands snýst jafn harkalega gegn almennum borgurum hjá smáþjóð eins og okkar vegna bankahruns sem almenningur á Íslandi hefur ekkert með að gera,  verður þá ekki framhaldinu auðveldar fyrir þetta sama fólk í Bretlandi og Danmörku  að átta sig á því að það skuli vera til hópar t.d. í Írak og Saudi- Arabíu sem er meinilla við þá?  Þetta eru jú þjóðir sem hafa birt skopmyndir, haldið úti herjum í þeirra löndum í nafni lýðræðis og réttlætis!  Nú er ég að sjálfsögðu ekki að réttlæta hryðjuverk, þau eru eitt það versta sem til er í heiminum og við Íslendingar munum vonandi alltaf fara gegn þeim án vopnavalds hvar sem þau eru.  En nú er verið að fremja "hryðjuverk" á Íslendingum í Bretlandi, hvenær ætlar stjórn fyrrverandi heimsveldis að átta sig á því og koma fram við okkur að heiðarleika og á sama hátt og þeir myndu gera við vina- og grannþjóðir sínar?  


mbl.is Óvelkomnar í gæludýraverslun í Glasgow
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði mátt orða þetta betur!

Æ, mér finnst það ekki fallega fyrirsögn um blessaða gömlu konuna að tala um "sjúklega stundvísi".  Hún ætlaði greinilega ekki að mæta of seint sem er auðvitað aðdáunarvert! En líklega hefur hún ekki áttað sig á því hversu snemma hún var mætt allavega á þessi gamla kona örugglega ekki skilið þessa fyrirsögn, skýringar geta verið svo margar!
mbl.is Sjúkleg stundvísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur hópur manna?

Við Seyðfirðingar höfum fengið heilmiklar skammir á blogginu fyrir að fara á hugarflug varðandi breytingar á sumartíma og nú er talað um í mogganum um "nokkurn hóp manna"!  Ég held nú reyndar að þetta sé ekki spurning um hvort heldur um hvenær tímanum verður breytt um annað hvort um einn eða tvo tíma.  Vissulega er ákveðin sérstaða hér vegna fjallahringsins okkar og sólarleysis seinnipart dags og við því harðari í afstöðu en þeir sem hafa kvöldsólina í augunum um kl. 19.00, við glímum ekki við það að þurfa setja niður sólskyggnið í bílunum okkar, það er víst!  En það sem mér finnst mikilvægast nú er að við leyfum okkur þann munað að ræða kosti þess og galla að breyta klukkunni án fordóma og sleggjudóma.  Alla vega er mitt innlegg það að sumarið og sólin er svo skammur tími og hvað sem hver segir þá er hitinn hvort sem er hér fyrir austan, norðan, sunnan eða vestan farinn að falla nánast alltaf um kl. 19.00 eins og tíminn okkar er í dag.  Fordómar hverjir sem þeir eru eru alltaf af því slæma finnst mér, ræðum þetta því í botn, niðurstaðan á eftir að koma á óvart, held ég :-)


mbl.is Myrkir morgnar en björt kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt!

Ég eiginlega trúi því ekki að nokkurum detti annað eins í hug en það sem mér finnst hinsvegar frábært og kemur reyndar ekki fram í fréttinni hvernig hvolpurinn fannst, en aðalatriði er að hvolpinu var bjargað :-)!  Það er ekki langt síðan við eignuðumst okkar fyrsta  hund sem heitir Tíbrá, frábært dýr sem veit sínu viti og ég er nokkuð öruggur um að hvolpurinn sem urðaður var í hrauninu í Kúagerði mun ekki gleyma því hver það var sem raðaði steinunum umhverfis hann! 


mbl.is Dýraníðings leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta virkilega "frétt"???

Það er ótrúlegt hvað ratar stundum á síður blaðanna.  Að svona nokkuð skuli þykja fréttnæmt er auðvitað stórskrítið, hvorn skóinn ætli Beckham hnýti á undan?


mbl.is Beckham sektaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Eiður Smári að meina?

Furðulegt að lesa það sem haft er eftir Eið Smára í Morgunblaðinu í dag þar sem að hann segir að Arsenal sé miklu skemmtilegra og betra lið en Liverpool, skemmtanagildið verður hver og einn að meta en getan til að sigra er bara allt annað mál!  Þó svo að honum sé ennþá kalt eftir að hafa tapað stóru leikjunum gegn Liverpool með Chelsea þá verður hann að nota skynsemina þegar hann talar um toppliðin í Evrópu.  Það er auðvitað ljóst að það er ekki langt á milli þessara liða í Englandi bæði frábær en ég velti fyrir mér hvort Real Madrid sé miklu betra en Barca þar sem að Real er með mun fleiri stig á Spáni en Eiður og félagar  Tek það fram að ég ber mikla virðingu fyrir Eið Smára enda frábær leikmaður og held að sjálfögðu með Barcelona á Spáni þegar hann fær að spreyta sig.
mbl.is Eiður Smári: Ánægður að við fengum ekki Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Neistinn

Höfundur

Ómar B.
Ómar B.

.. mis gáfulegar hugleiðingar um málefni líðandi stundar ....  ..

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...do_2007_183

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband