ÚFFFF!

Eftir að hafa lesið þetta viðtal við Gylfa Magnússon og viðtal við Pétur H. Blöndal þá er mér það mun auðveldara að skilja af hverju almenningur á Íslandi er sífellt að missa meira og meira álit á hefðbundnum atvinnu stjórnmálamönnum og færir sig á aðrar slóðir í pólitík.   Það má vel vera að Pétri og Gylfa þyki dómurinn ósanngjarn og henti ekki þeirra skoðunum eða bönkunum en það breytir ekki því að Hæstiréttur Íslands hefur kveðið upp sinn dóm og eftir honum á að fara, svo einfalt er það nú tel ég!  Það má vel vera að þeir félagar  telji að þeir séu dómstig sem er þar fyrir ofan en svo er ekki það best ég veit.  Það væri hugsanlegt að Hæstiréttur Íslands hafi einhvern staðar í dómum gert mistök enda hefur rétturinn örugglega ekki alltaf haft eins mikið af haldbærum gögnum og við uppkvaðningu þessa dóms.  En það breytir ekki því að ef gerð hafa verið mistök í hæstaréttardómum þá standa þeir og sá sem verður fyrir því að vera dæmdur sekur geldur þess, þrátt fyrir að sá hinn sami telji annað og raun reynist! 

Mörgum hefur virkilega blætt sem trúðu því að lánið sem þeir tóku yrði samkvæmt þeirri greiðsluáætlun sem þeir kvittuðu á en svo varð ekki raunin m.a. vegna stöðutöku bankanna sem nú kalla eftir "réttlæti" í þessu máli!  Ég sé ekki Pétur og Gylfi að það skipti máli hvort að þeir sem eru með þessu lán séu fleiri eða færri, Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn dóm og eftir honum verður að sjálfsögðu að fara, við búum í réttarríki ekki satt?


mbl.is Almenningur fengi reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Lifi lýðræðið!

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 00:36

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Umræðan úr stólum alþingis er alveg með ólíkindum. Fyrst taka þau þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave eins og þau gerðu og svo ÞETTA!

Þetta var ríkisstjórn sem var kosin inn á loforði um skjaldborg um heimilin, og hvað gerist svo þegar HÆSTIRÉTTUR fer að lögum og dæmir skjaldborg um hluta heimilanna? Þeir VÆLA yfir óláni bankanna.

Erðanú...

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.6.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Neistinn

Höfundur

Ómar B.
Ómar B.

.. mis gáfulegar hugleiðingar um málefni líðandi stundar ....  ..

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...do_2007_183

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband