Nokkur hópur manna?

Við Seyðfirðingar höfum fengið heilmiklar skammir á blogginu fyrir að fara á hugarflug varðandi breytingar á sumartíma og nú er talað um í mogganum um "nokkurn hóp manna"!  Ég held nú reyndar að þetta sé ekki spurning um hvort heldur um hvenær tímanum verður breytt um annað hvort um einn eða tvo tíma.  Vissulega er ákveðin sérstaða hér vegna fjallahringsins okkar og sólarleysis seinnipart dags og við því harðari í afstöðu en þeir sem hafa kvöldsólina í augunum um kl. 19.00, við glímum ekki við það að þurfa setja niður sólskyggnið í bílunum okkar, það er víst!  En það sem mér finnst mikilvægast nú er að við leyfum okkur þann munað að ræða kosti þess og galla að breyta klukkunni án fordóma og sleggjudóma.  Alla vega er mitt innlegg það að sumarið og sólin er svo skammur tími og hvað sem hver segir þá er hitinn hvort sem er hér fyrir austan, norðan, sunnan eða vestan farinn að falla nánast alltaf um kl. 19.00 eins og tíminn okkar er í dag.  Fordómar hverjir sem þeir eru eru alltaf af því slæma finnst mér, ræðum þetta því í botn, niðurstaðan á eftir að koma á óvart, held ég :-)


mbl.is Myrkir morgnar en björt kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Ef viljinn fyrir lengra "kvöldi" er svona mikill á Seyðisfirði þá legg ég til að þið byrjið daginn einum tíma fyrr!  Þá getið þið hætt fyrr og notið birtunnar.  Einfalt mál og þarf engar umræður.

Sigurður Sigurðarson, 21.6.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég tel að það ætti að seinka klukkunni um einn og hálfan tíma. Eins og er er stjarnfræðilegt hádegi í Reykjavík klukkan 13:30, og það er einfaldlega ekki boðlegt. Miðnætti er síðan klukkan hálf-tvö að morgni. Ef það ætti að flýta þessu eitthvað meir, yrði tímafirring okkar alger.

Elías Halldór Ágústsson, 21.6.2008 kl. 23:48

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hef reynslu af klukkubreytingum hér í Hollandi. Tvisvar á ári er tíminn "leiðréttur" og einu sinni á ári mætir fullt af fólki of seint í vinnuna. Tvisvar á ári þarf að breyta öllum klukkum á höndum, veggjum, í föxum og tölvukerfum. Þetta kostar pening og tíma og enginn sem ég þekki er ánægður með þetta.

Sé málið að fólk vilji grilla fyrr er um að gera að grilla fyrr. Ef allt bæjarfélagið vill byrja daginn fyrr, er um að gera. Óþarfi að rugla klukkur allra landsmanna. Það er kannski hart að segja það, en ef bæjarfélagið manns býr við einhverja annmarka getur maður gert tvennt í stöðunni. Sætta sig við málið eða flytja. Ég bý í bæ sem er skorinn í sundur af hraðbraut og lestarteinum og er í fluglínu Schiphol, fjórða stærsta flugvallar Evrópu. Og ekki má gleyma kirkjunni á horninu sem öskrar á hálftíma fresti, sennilega til að minna mann á að nú sé maður hálftíma nær gröfinni. Þetta fer allt nett í taugarnar á manni, en ég sætti mig við þetta eins og er. Ef þetta verður of þungt, flyt ég. Verð að viðurkenna að ég myndi frekar vilja búa á Seyðisfirði en hér, en ég er ekki einn um að taka svoleiðis ákvarðanir. 

Villi Asgeirsson, 22.6.2008 kl. 11:32

4 Smámynd: dvergur

Tek undir með fyrri ræðumanni. Hver þarf klukku til að grilla eftir?

Þar sem að tími er sagður afstæður sé ég enga sérstaka ástæðu til að stilla eitthvað "hardware" 2x á ári. Sjálfur geng ég ekki með armbandsúr og hef ekki gert það í mörg ár. Ég borða þegar ég er svangur og seg þegar ég er þreyttur... svona nokkurn veginn. Ég er ekki vanur að láta klukkur og dagatöl segja mér fyrir verkum. (Nema þega ég mæti í blessaða vinnuna) Sumar, vetur, dagur eða nótt. Þetta eru allt góðir tímar til að grilla.

dvergur, 22.6.2008 kl. 12:41

5 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Reyndar þarf ekki að sjá um tölvukerfin sérstaklega, þar sem þau stilla klukkuna rétt þegar sumartími skellur ár, ef þau voru á réttu tímabelti til að byrja með.

Elías Halldór Ágústsson, 22.6.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Neistinn

Höfundur

Ómar B.
Ómar B.

.. mis gáfulegar hugleiðingar um málefni líðandi stundar ....  ..

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...do_2007_183

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband