22.10.2008 | 10:34
Ef þetta væri almennt svona á Bretlandi og í Danmörku!
Já, það er erfitt að trúa því að þetta geti verið almennt þannig í Bretlandi og Danmörku að við séum öll úthrópuð vegna bankahrunsins hér heima en hvað ef? Getum við þá verið hissa á því að það skuli vera þúsundir starfsmann sem vinna við að koma í veg fyrir hryðjuverk í sínum eigin löndum eins og framkoman er gagnvart okkur, vel upplýsta þjóð?
Ef almenningur og ríkistjórn Bretlands snýst jafn harkalega gegn almennum borgurum hjá smáþjóð eins og okkar vegna bankahruns sem almenningur á Íslandi hefur ekkert með að gera, verður þá ekki framhaldinu auðveldar fyrir þetta sama fólk í Bretlandi og Danmörku að átta sig á því að það skuli vera til hópar t.d. í Írak og Saudi- Arabíu sem er meinilla við þá? Þetta eru jú þjóðir sem hafa birt skopmyndir, haldið úti herjum í þeirra löndum í nafni lýðræðis og réttlætis! Nú er ég að sjálfsögðu ekki að réttlæta hryðjuverk, þau eru eitt það versta sem til er í heiminum og við Íslendingar munum vonandi alltaf fara gegn þeim án vopnavalds hvar sem þau eru. En nú er verið að fremja "hryðjuverk" á Íslendingum í Bretlandi, hvenær ætlar stjórn fyrrverandi heimsveldis að átta sig á því og koma fram við okkur að heiðarleika og á sama hátt og þeir myndu gera við vina- og grannþjóðir sínar?
Óvelkomnar í gæludýraverslun í Glasgow | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Neistinn
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona viðbrögð skapa bara meiri andúð og togstreitu milli þjóða og menningarhópa. Virkilega sorgleg viðbrögð sem við heyrum um.
Ég var að heyra að Bristish Museum myndi kannski opna nýjadeild bráðum. Þar eru jú heilar deildir helgaðar til dæmis Egyptalandi hinu forna. Verður sett þar upp Íslandsdeild, með geirfuglinum, mola úr Surtsey, minjum úr landhelgisstríðunum, íslenskum handritum, skyrtum Alberts, Guðna Bergs og Eiðs Smára og bindi Eggerts Magnússonar og myndum af Bjórúlfunum og Baugsmönnum?
Seyðfirðingar, 23.10.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.