1.12.2008 | 15:48
Ljós í myrkrinu!
Það er auðvitað mjög alvarlegt og slæmt mál niðurskurðurinn hjá RÚV og af mörgu að taka þar. En það er þó ljós í myrkrinu að morgunleikfimin verður áfram þó svo að í þessari mynd sé. En vonandi mun hún fyrr en síðar eins og margt annað gott hjá RÚV ná sér á strik að nýju s.s. svæðisútsendingar og fleira. En ástæða þess að ég skrifa við þessa frétt er það mikilvægi sem ég veit að er til staðar varðandi morgunleikfimina í útvarpi fyrir eldra fólk og hversu mikill missir það hefði verið ef hún hefði lagst af. Eins og fram kemur í fréttinni þá hefur Halldóra Björnsdóttir samþykkt að eldri þættir verði fluttir að nýju og á hún mikið hrós skilið fyrir það enda veit hún örugglega manna best hversu mikið og gott starf hún hefur verið að vinna .
Gamlir morgunleikfimiþættir endurfluttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Neistinn
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nokkur sárabót fyrir svæðisútvarp Austurlands, sem á að leggja niður að fá gamla þætti með morgunleikfimi í staðinn.
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar, 3.12.2008 kl. 10:42
Ég tek undir með gjörvöllum Lionsklúbbnum. Það er sárt að missa svæðisútvarpið okkar, en vissulega nokkur sárabót að fá frísklega morgunleikfimi fyrri alda endurflutta.
Margir sem eru gamalmenni í dag vori ekki orðnir aldnir þegar þessir þættir voru frumfluttir og þessu símæli ber því að fagna.
Jón Halldór Guðmundsson, 3.12.2008 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.