Fjallið heitir BÚLANDSTINDUR ekki Teigarhorn!

Það er rétt að bærinn heitir Teigarhorn en erfitt er að sætta sig við að hinn píramídalagaði og eitt fallegasta fjall á Íslandi, Búlandstindur við Djúpavog sé rangnefndur undir myndinni.  


mbl.is Um 500 steinum stolið á Teigarhorni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Karl Lúðvíksson

Ég sé nú ekki Djúpavog á myndinni.

Stefán Karl Lúðvíksson, 17.10.2009 kl. 12:45

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Búlandstindur er nafnið á austasta tilndinum, en hæsti tindurinn heitir Goðaborg.  Hvað fjallið sjálft heitir man ég ekki í augnablikinu, en Teigarhorn er það ekki.  Flugvélin sem myndin er tekin úr er komin rétt VNV við Djúpavog.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.10.2009 kl. 13:14

3 Smámynd: Lilja Ingimundardóttir

Þetta er Búlandstindur á myndinni, það fer ekki á milli mála. 

Lilja Ingimundardóttir, 17.10.2009 kl. 14:18

4 Smámynd: Ómar B.

Sælir piltar!

Ég er fæddur og uppalin á Djúpavogi og ólst því upp undir Búlandstindi þeirri miklu orkustöð.  Það er hárrétt hjá þér Axel Þór að Goðaborgin gengur út úr Búlandstindi en eins og sést á myndinni þá fellur Goðaborgin inn í fjallið þannig að frá Djúpavogi er það eins og formfagur píramídi.  Bæirnir sem sjást eru Framnes og síðan Teigarhorn þar sem allir fallegu steinarnir fundust í klettunum fyrir neðan bæinn en þess má geta að svæðið er allt friðað í dag.

Bestu kveðjur, Ómar B.

Ómar B., 17.10.2009 kl. 14:21

5 Smámynd: Ómar B.

Hárrétt Lilja en ég gleymdi að leiðrétta við þig Axel Þór rétt itl upplýsinga að Goðaborgin er ekki hæst, það má segja að hún sé útskot framan á Búlandstindinum sjálfum ca. 300 metrum neðar en toppur Búlandstinds!

Ómar B., 17.10.2009 kl. 14:27

6 identicon

Ég hef sofið undir þessu fjalli fleiri nætur en nokkuð annað mannsbarn og seinast þegar ég vissi hét það Búlandstindur!!!

I I (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 17:23

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Ómar.  Samkvæmt atlantskortum landmælinga er það akkúrat öfugt; Goðaborg er hæsti tindurinn á myndinni og Búlandstindur sem er 300 m. neðar.  En fjallið sjálft hefur síðan ég man alltaf verið kallað Búlandstindur.  Hvort Landmælingar hafi víxlað örnefnunum síðan fyrri hluta síðustu aldar eða hvort fólkið á svæðinu hafi gert það eftir tilkomi fyrirtækis með sama nafni er annað.

Til gamans get ég sagt frá því að Goðaborg er líka í Fannardal innan af Norðfirði þar sem ég bjó lengi, og er tæpum 100 m. hærri.

En eitt er víst, að fjallið heitir alls ekki Teigarhorn og er dags daglega kallað Búlandstindur.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.10.2009 kl. 18:25

8 Smámynd: Ómar B.

Sæll Axel Þór!  Já, miðað við þetta þá er greinilega um víxlun nafna um að ræða hjá Landmælingum.  Búlandstindur heitir fjallið fagra  það er engin spurning en fjallið er 1069 metrar á hæð og til gamans þá hef ég gengið á Búlandstind og horft m.a. niður á Goðaborgina, útsýnið af tindinum er ægifagurt og mæli ég með göngu á píramítann.  Og svona til að bæta aðeins við til gamans þá heitir nesið sem Djúpavogur er staðsettur á heitir Búlandsnes og áður en sameinaðir voru þrír hreppar þá hét sveitarfélagið Búlandshreppur en heitir nú Djúpavogshreppur.  Bestu kv., Ómar B. 

Ómar B., 17.10.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Neistinn

Höfundur

Ómar B.
Ómar B.

.. mis gáfulegar hugleiðingar um málefni líðandi stundar ....  ..

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...do_2007_183

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 6019

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband