Eru þetta Raddir fólksins!

Hvernig dettur Herði Torfasyni í hug að segja "hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna?"!   Heldur Hörður Torfason að það sé hægt að velja þann dag þegar alvarleg veikindi berja dyra? 

Heldur Hörður að forsætisráðherra hefði ekki feginn viljað sleppa við það yfirleitt að þurfa að standa í þessum sporum og segja alþjóð þetta?  Það sem mér finnst sem betur fer hinsvegar vera lang mest áberandi hjá flestum þeim hvar sem þeir standa  og tjá sig um alvarleg veikindi Geirs er samhugur og samúð, sem dæmi má nefna Steingrím J. Sigfússon.  Íslendingar hafa fyrir löngu sýnt það að samstaðan er ótrúleg sterk þegar erfiðleikar steðja að og kannski á vel við að rifja upp samhuginn sem Íslendingar sýndu eftir Vestmannaeyjagosið sem hófst á þessum degi árið 1973. Og vonandi munum við alltaf vera samstíga þjóð sem hugsar hlýtt til þeirra sem við erfiðleika og veikindi eiga að stríða og Geir H. Haarde eins og öllum þeim sem glíma við erfið veikindi óska ég góðs og skjóts bata! 

 


mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta var ömurlegt útspil hjá Herði

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 16:00

2 Smámynd: Kristján Logason

----
Wrong answer 101


Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.

Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.

Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.

Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.

Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.

------------


Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.

Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað

Þetta þarf að stöðva



Við erum þjóðin

Landið er okkar

Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:19

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Munum það að ein auðveldasta og mest iðkaða "íþrótt" í lífinu , er að fynna að og dæma aðra . Hörður Torfason fékk heldur betur að kenna á þessarri staðreynd , er hann  dirfðist að koma út úr skápnum , án þess að biðja þjóðina um leifi , um árið . Ég fyrir mína parta tel mig geta fullyrt það , að ef ég hefði verið í sporum Geirs , þá hefði ég ekki sagt frá þessum veikindum , og það er það (að mínum dómi) sem Hörður var að meina , að honum fannst hann ekki eiga að gera það . Í mínum augum er fólk hvorki betri né verri menn , hvort þeir segja frá veikindum sínum eður ei . M.ö.o. , þetta er ekkert til að hafa orð á .

Hörður B Hjartarson, 28.1.2009 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Neistinn

Höfundur

Ómar B.
Ómar B.

.. mis gáfulegar hugleiðingar um málefni líðandi stundar ....  ..

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...do_2007_183

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband